Berlín

Berlín hefur að geyma mikla sögu en fátt er þó eftir af eyðileggingunni sem varð í heimsstyrjöldinni síðari eða Berlínarmúrnum sem féll árið 1989. Í Berlín er mikið af allskonar söfnum og sögulegum byggingum, t.d. Checkpoint Charlie, Brandenburger hliðið, Stasi skjalasafnið, minningarreitur um Berlínarmúrinn (þá sem létu lífið við að reyna að flýja yfir), Skelfingarsafnið, Austurþýska safnið, svo eitthvað sé nefnt.
Borgin er uppfull af sögu, en þar eru líka góðir veitingastaðir, bratwurst, bjór, fjörugt næturlíf og góðar verslanir