Lökken Sportcenter á Jótlandi
Frábær íþróttamiðstöð rétt við miðbæ og vinsæla strönd.
Ferðir á sumrin í beinu flugi til Billund.

Hægt að framlengja sem fjölskylduferð!

Staðsetning
Lökken Idrætscenter, Lökken, Jótland, Danmörk
40 km frá Álaborg
60 km frá Frederikshavn
35 km frá Hirtshals
250 km frá Billund flugvelli
 

Gisting:
Öll herbergi eru með baði/sturtu, WC og TV Það eru 4 – 6 leikmenn saman í herbergi.
Þjálfari/þjálfarar í eins manns eða 2ja m. herb. Fararstjórar í 2ja – 3ja manna herb.
 

Aðstaða:
Fótbolti - handbolti - körfubolti - sund - o.fl.
5 mjög góðir fótboltavellir, íþróttahöll, 25 m sundlaug
Allir okkar hópar hafa aðgang að eftirfarandi ..... ókeypis:
Þrekmiðstöð – æfingasalur
Sundlaug með rennibrautum, heitum potti o.fl.
Netkaffi (tölvur)
Fundaraðstaða
Strandblak (utanhúss)
Íþróttasalur fyrir fótbolta, handbolta, körfubolta, borðtennis, badminton
Viðveruherbergi fyrir hópa, m.a. með stórum TV-skjá
 

 
Afþreying: 
Góðir verslunarmöguleikar í Lökken og Álaborg
Mjög fallegt umhverfi, gangfæri á strönd o.fl.
Í Lökken er ”Actions-house”: go-cart, laser-tag, bowling Faarup Sommerland er í ca. 15 mín. fjarlægð frá Lökken. Sjá frekari upplýsingar um garðinn á eftirfarandi vefsíðu; http://faarupsommerland.dk/
 

 
 
Umsögn um æfingaferð til Lökken:
"Sæll Hörður,
Mér datt í hug að senda þér smá línu vegna Danmerkurferðar okkar hjá 4. flokki karla ÍA, en við fórum í viku til Lökken í júní s.l. Mig grunar að það sé væntanlega oftar sem neikvæðni og kvartanir heyrast frá viðskiptavinum, en það sem jákvætt er vill hins vegar oft gleymast. Eins og þú eflaust veist hef ég farið í margar utanlandsferðir til æfinga og keppni, bæði sem leikmaður og sem þjálfari. Ég hef heimsótt fjölda landa og staða og tel mig því vel í stakk búinn til að meta svona ferðir og vil segja þér frá því að þessi umrædda ferð okkar í sumar var FYRSTA ferðin sem ég hef farið þar sem ALLT stóðst 100%, allt gekk upp og ALLIR voru ánægðir! Staðurinn er frábær, vellir til fyrirmyndar, gistiaðstaða frábær, viðmót starfsfólks einstaklega gott og jákvætt, maturinn góður o.s.frv.
Ég hef sagt stjórnarmönnum hjá ÍA að ég leggi til að við höldum okkur við þennan stað fyrir okkar keppnisfólk í framtíðinni.
Mér fannst rétt að koma þessum skilaboðum áleiðis og óska þér/ykkur alls hins besta í framtíðinni, vonandi eigum við eftir að eiga aftur saman svona gott samstarf!
 
Bestu kveðjur
Ólafur Jósefsson, þjálfari Akranesi."