USA Cup
16. – 20. júlí 2019

 
 
Toppmót, frábærar aðstæður, yfir 50 góðir vellir í National Sport Center í Blaine, 30 mín. frá MSP-flugvelli.
Gisting: heimavist háskóla (”dorm”) og hótel.
Ferð í beinu flugi Icelandair Keflavík - Minneapolis - Keflavík,
15. - 22. júlí.
 
Verð: fáðu tilboð fyrir þitt félag.
 
Innifalið í verði:
Flug, flugv.skattar og gjöld, háskólagisting (dorm í 6 nætur), hótelgisting í 1 nótt á hóteli við Mall of America.
Tvær máltíðir daglega mótsdagana, nema kvöldmáltíð á setningarathöfninni, mótsgjald per lið og þátttökugjald per leikmann.
*ATH að lið þarf að leggja fram tryggingu upp á 150 USD fyrir gistingu á Dorminu sem er svo endurgreidd ef ekkert hefur verið skemmt.
 
Innifaldar máltíðir eru frá kvöldmat komudag (fer eftir komutíma á Dormið) til morgunmatar á laugardegi, nema kvöldmáltíð á opnunarhátíðarkvöldinu.
Síðan er innifalinn morgunverður á hótelinu sem gist er á við lok ferðar.
 
Á milli leikja og á kvöldin er mikil dagskrá í gangi á mótssvæðinu. Einnig eru stöðugar ferðir alla dagana í “Mall of America”, stærstu “kringlu” Bandaríkjanna, hægt að heimsækja sundlaugarparadís og ótal aðrar dægrastyttingar í boði. 
 
Dæmi um félög sem sent hafa lið á USA Cup s.l. ár:
Breiðablik, Fylkir, Haukar, Keflavík, Selfoss og Valur
 
 
Bókið tímanlega !
 
ÍT ferðir
Sími 588 9900
hopar@itferdir.is