Ferðaskilmálar ÍT ferða

Verð og verðbreytingar
Allar ferðir ÍT ferða eru sérferðir og lúta eftirfarandi skilmálum:
Verð á ferðum er staðgreiðsluverð og miðast við gengisskráningu og flugfargjöld á ákveðnum tíma. Uppgefið verð við bókun getur breyst til samræmis við breytingar sem kunna að verða á einum eða fleiri af eftirtöldum þáttum.
  1. Flutningskostnaði, þar með töldum eldsneytiskostnaði.
  2. Álögum, sköttum eða sérgreiðslum fyrir tiltekna þjónustu, t.d. lendingargjöld.
  3. Gengi þess gjaldmiðils sem á við tiltekna ferð, þ.e. sá hluti ferðar sem er í erlendri mynt (landpakki).
  4. Ferð sem er að fullu greidd tekur þó ekki slíkum verðbreytingum.
 
Bókun ferða og afpöntun
Við bókun er mjög mikilvægt að fram komi eftirfarandi upplýsingar:
  • Fullt nafn allra þátttakenda samkvæmt vegabréfi, kennitala, netfang og símanúmer.

Staðfesting ferðar
Til að festa ferðapöntun verður að greiða staðfestingar- og þjónustugjald sem er frá 30.000 kr.- fyrir hvern farþega, en getur verið hærri í samræmi við kröfur frá okkar birgjum. Gjaldið skiptist þannig:
Staðfestingargjald er 1.000 kr. per farþega
Þjónustugjald er frá 29.000 kr. per farþega. Það er notað til að festa flug og landpakka fyrir viðkomandi ferð/hóp, af samstarfsaðilum (birgjum) og til að standa straum af rekstrarkostnaði á meðan unnið er að viðkomandi ferð, frá bókun til brottfarar.

Gjaldið er óendurgreiðslukræft þegar vika er liðin frá greiðslu

 
Farþegar geta greitt fullnaðargreiðslu með þrennum hætti:
  1. Með beinni greiðslu hjá ÍT ferðum.
  2. Með greiðslukorti í gegnum síma.
  3. Með millifærslu inn á bankareikning.
Sérþjónustugjöld
Ef bókað er sérflug er sérþjónustugjald kr. 10.000 á mann og 3.000 kr. fyrir hverja sérpöntun á þjónustu erlendis. Fyrir aðra þjónustu þegar ekki er keypt flug er þjónustugjald 7.500 kr.
Bókunarfyrirvari er yfirleitt enginn, en í undantekningartilfellum þarf fyrirvara á bókun.
Í þeim tilfellum þar sem við þurfum að skuldbinda okkur gagnvart erlendum samstarfsaðilum okkar með hærri fjárhæðum getur þurft að innheimta hærra staðfestingargjald við bókun og stundum milligreiðslu(r) áður en kemur að lokagreiðslu.
 
Breytingargjald
Ferðapöntun er staðfest með greiðslu staðfestingargjalds við pöntun. Ef breytingar eru gerðar meira en viku eftir staðfestingu greiðist breytingargjald, 5.000 kr. á bókun, ef reglur samstarfsaðila ganga ekki lengra.  
Sú regla sem lengst gengur gildir.
 
Ef breyting felur í sér hækkun á verði ferðar, t.d. vegna fargjaldamismunar, greiðir farþegi mismuninn að auki. Breyting á dagsetningu ferðar með minna en 8 vikna fyrirvara skoðast sem afpöntun og ný pöntun og áskilur ferðaskrifstofan sér rétt til greiðslu skv. því, sbr. afpöntunarskilmála.
 
Afpöntun ferðar
  • Hafi staðfestingargjald verið greitt er það aldrei endurgreitt séu liðnir meira en sjö dagar frá greiðslu þess.
  • Sé ferð afpöntuð og minna en átta vikur (56 dagar) eru í brottför í ferð er hún ekki endurgreidd.
  • Sé ferð afpöntuð og meira en átta vikur (56 dagar) eru í brottför ferðar er hægt að endurgreiða hana að staðfestingargjaldi undanskildu.
  • Ekki er unnt að endurgreiða ferð þegar reglur samstarfsaðila ganga lengra en ferðaskilmálar  ÍT ferða.
  • Ekki er unnt að endurgreiða ferð þegar samningar við samstarfsaðila koma í veg fyrir slíkt. Dæmi um slíkt er þegar keyptir eru “non refundable” flugfarseðlar.
  • Greiðslur sem ÍT ferðir greiða áfram til samstarfsaðila hér á landi og erlendis eru ekki endurgreiddar nema því aðeins að endurgreiðsla fáist frá þeim.
 

Forfallatrygging
ÍT ferðir selur ekki tryggingar.  Öllum farþegum í hópferðum ÍT ferða er ráðlagt að kaupa sér forfallatryggingu (gjald) hjá sínu tryggingarfyrirtæki, ef slíkt er ekki innifalið í kreditkorti viðkomandi.
Fyrir hópa á leið til Evrópu minnum við á evrópska sjúkratryggingarskírteinið.
Einnig minnum við farþega okkar á að kynna sér ferðatryggingar í heimilistryggingum sínum. 

Fullnaðargreiðsla og greiðslukjör
Fullnaðargreiðsla ferðarinnar skal fara fram í síðasta lagi 8 vikum fyrir brottför vegna ferða til Evrópu en 12 vikum fyrir brottför vegna ferða til Ameríku, að öðrum kosti leggjast 5 % við eftirstöðvarnar.
 
Greiðslukjör
Semja má um greiðslukjör ferðarinnar ef svo ber undir.
 
Tryggingar
Vandaðu valið: Ástæða er fyrir farþega að huga vel að tryggingamálum sínum áður en lagt er upp í langferð. Sé ferð greidd með greiðslukorti fylgir í flestum tilfellum ferðatrygging frá greiðslukortafyrirtæki. Við hvetjum alla til að kynna sér hvaða tryggingar eru á bakvið þeirra kort þar sem þessar tryggingar eru afar mismunandi eftir tegund greiðslukorts.
Kynnið ykkur vel tryggingarskilmála frá greiðslukortafyrirtækjunum.
Einnig eru margar heimilistryggingar með ferðatryggingu innifalda. 
Við mælum með að fólk kanni allar tryggingar sínar fyrir ferð.
 
Veikindi eða slys erlendis
Hægt að sækja um Evrópskt sjúkratryggingakort hjá Sjúkratryggingum Ríkisins t.d. á heimasíðu stofnunarinnar sjukra.is.
 
Á áfangastað
Gisting: Gistilýsingar byggjast á upplýsingum frá stjórn gististaðanna og að hluta á mati starfsfólks ÍT ferða. ÍT ferðir bera ekki ábyrgð á því ef aðbúnaður og þjónusta gististaðanna er tímabundið ekki til staðar sökum bilana eða endurnýjunar, t.d. ef loftkæling bilar eða sundlaug er lokuð vegna hreinsunar eða endurnýjunar.
 
Aðbúnaður og þjónusta í vistarverum: Enda þótt misjafnlega sé staðið að þrifum á gististöðum ná þau í einstaka tilfellum ekki að standa undir kröfum Íslendinga.
Komi upp óánægja með þrif á vistarverum skal tafarlaust hafa samband við fararstjóra eða stjórnendur viðkomandi gististaðar. Gestir bera ábyrgð á eldhúsbúnaði meðan þeir dvelja í íbúðum. Afföll og skemmdir skal gera upp við hótelið fyrir heimferð.
 
Séróskir
ÍT ferðir eru umboðsaðili gististaða og hafa ekki yfirráð yfir gistirými.
Starfsmenn gististaða sjá um niðurröðun farþega í herbergi/íbúðir.
Séróskum farþega verður að sjálfsögðu komið á framfæri við gististaði.
Oftast má leigja barnarúm ytra og í slíkum tilfellum skal láta ÍT ferðir vita eins fljótt og mögulegt er svo koma megi slíkum óskum á framfæri. Ef um greiðslu er að ræða fyrir afnot af barnarúmi skal yfirleitt greiða beint til gististaðar ytra.
 
Yfirbókun
Samkvæmt starfsreglum gististaða hafa hótel og íbúðahótel leyfi til að yfirbóka gistirými til að mæta eðlilegum afföllum í pöntunum.
 
Örsjaldan kemur sú staða upp að gististaðir hafa ekki pláss fyrir alla viðskiptavini með staðfestar pantanir. Gististaðir eru þá skyldugir til að útvega þeim viðskiptavinum, sem ekki fá inni, sambærilegan eða betri gististað. ÍT ferðir bera ekki ábyrgð á yfirbókunum gististaða, en aðstoða farþega eftir föngum.
 
Geymsla verðmæta
Við mælum eindregið með að viðskiptavinir geymi ekki peninga né önnur verðmæti á herbergjum eða í íbúðum, heldur noti öryggishólf sem bjóðast ýmist í gestamóttöku eða í vistarverum. Hvorki gististaðir né ÍT ferðir eru ábyrg ef verðmæti tapast úr vistarverum.
 
Innritun/útskráning á hótelum
Á flestum gististöðum gildir sú meginregla að gestir skuli hafa skilað herbergi/íbúð kl. 12 á hádegi á brottfarardegi (stundum kl. 10 eða 11).
 
Misjafnt er eftir gististöðum hvenær herbergi og íbúðir eru tilbúin til innritunar, en yfirleitt er miðað við tímann frá kl. 14 til 16.
 
Sé í hópferðum brottför til flugvallar síðdegis eða að kvöldi til er reynt að fá afnot af aðstöðu þar sem farþegar geta geymt farangur fram að brottför.
 
Vandamál
Komi af einhverjum ástæðum upp vandamál í ferð skal tafarlaust hafa samband við fararstjóra/kontaktaðila á staðnum. Þeir munu reyna að leysa málið á staðnum. Takist það ekki svo viðunandi sé að mati farþega getur hann komið athugasemdum sínum skriflega á framfæri við ÍT ferðir fljótlega eftir komuna til landsins. Ef farþegi kemur ekki kvörtun sinni á framfæri meðan á ferð stendur, hefur hann fyrirgert rétti sínum til hugsanlegra bóta. Vinsamlegast athugið að til að athugasemdir farþega fái eðlilega afgreiðslu skulu þær lagðar fram skriflega á þennan hátt. Að öðrum kosti sjá ÍT ferðir sér ekki fært að svara athugasemdum formlega.
 
Vegabréf og áritanir
Gætið vel að gildistíma vegabréfsins fyrir brottför og að það sé ekki útrunnið. Íslenskir ríkisborgarar þurfa ekki vegabréfsáritun til þeirra landa í Evrópu sem Icelandair flýgur til.
 
Til Bandaríkjanna þarf í sumum tilfellum áritun og er nauðsynlegt að huga að því tímanlega. Í sumum ferðum þarf vegabréfsáritun. Leitið ykkur nánari upplýsinga.
Öll börn þurfa nú sitt eigið vegabréf.
 
ÍT ferðir gera fyrirvara um prent- eða innsláttarvillur á útgefnu kynningarefni, hvort sem er á pappír eða rafrænu formi.