Körfuboltaferðir

 Körfuknattleiksferðir yngri flokka

*** í ljósi aðstæðna eru allar okkar ferðir í endurskoðun ***

Í eðlilegu árferði bjóðum við upp á ferðir á alþjóðleg mót og æfinga- og keppnisferðir til skemmtilegra strandbæja á Spáni. Mjög fínir valkostir á sanngjörnu verði!

Dæmi um æfinga- og keppnisferðir unglingaliða:
Smellið á viðkomandi mót til að fá meiri upplýsingar.

Svíþjóð: Göteborg BASKETBALL Festival 

Allir aldursflokkar, piltar og stúlkur. Ódýr og góður valkostur í skemmtilegri borg sem skartar m.a. Liseberg skemmtigarðinum.
Innifalið: Flug, skóla- eða hótelgisting, 10 máltíðir frá fimmtudegi til sunnudags, þátttökugjald, mótsgjald o.fl. Mjög gott verð!

Lloret de Mar, Spáni: Eurobasket 2021 

Flug til Barcelona, mótsstaður við ströndina 70 km frá Barcelona.
Innifalið: Flug, flugvallarakstur, hótel í 7 nætur, fullt fæði, mótsgjald.
Spennandi valkostur sem sameinar sól, strönd, sjó og körfubolta.

 

ÆFINGA- og KEPPNISFERÐIR:

Albir 
Gott íbúðahóteli með fínum sundlaugargarði í rólegum bæ. Æfingar í nýlegri íþróttahöll, Pau Gasol, 5 mín. akstur. Æfingaleikir. Stutt í skemmtigarðana Terra Mitica og Aqualandia og til Benidorm í verslunar- og strandferð.

Salou
Einfaldlega frábær staður fyrir körfuboltalið. Mjög gott hótel, æðislegur matur, gangfæri á æfingar og á ströndina!
Meistaraflokksstaður … einnig fyrir yngri flokka!

Lloret de Mar
Ekki bara Eurobasket mótin!
Góð hótel í gangfæri við El Moli íþróttahöllina og ströndina.
Hægt að skreppa í bæjarferð til Barcelona.

Hafið samband sem fyrst og bókið fund eða kynningu fyrir:
þjálfara – unglingaráð – foreldra.