Árshátíðarferðir – Skemmtiferðir

*** í ljósi aðstæðna eru allar okkar ferðir í endurskoðun ***

Við bjóðum upp á fjölbreytt úrval af árshátíðar- og skemmtiferðum til ýmissa borga í Evrópu. Vinsælustu borgirnar síðustu árin hafa verið Glasgow, Edinborg, Liverpool, Dublin og Berlín en ÍT ferðir hafa einnig skipulagt ferðir til Manchester, Belfast, Stokkhólms, Helsinki, Amsterdam, Parísar, Stuttgart, Barcelona, Madrid o.fl.

Krydd í helgarferðir: Margir vilja krydda árshátíðar- eða skemmtiferðina með því að fara á fótboltaleik, á tónleika eða á söngleik.
Við þjónustum hópana okkar alla leið. Það þýðir að þegar óskað er eftir því þá förum við með í ferðina sem umsjónarmenn ferðar. Þetta hefur mælst mjög vel fyrir síðastliðin ár.

Hafið samband og leitið tilboða!