Bobby Charlton skólinn

*** í ljósi aðstæðna eru allar okkar ferðir í endurskoðun ***

* Staðan á Covid-19, tilmæli sóttvarnaryfirvalda og aðrar ytri aðstæður í Bretlandi og á Íslandi valda því að ekki verður boðið upp á ferð í Knattspyrnuskóla Bobby Charlton, BCSSA, sumarið 2021.*
* Ákvörðun um ferð í BCSSA sumarið 2022 verður tekin eftir 1. sept. 2021.*

Ferð í knattspyrnuskóla Bobby Charlton er ógleymanleg upplifun. Frábær ferð fyrir fríska fótboltakrakka á aldrinum 13-17 ára. Flug til Manchester, rúta til Didsbury (um 20 mín.).

Gisting, matur og æfingar í Parrswood Technical College sem er mjög vel staðsettur í Didsbury rétt hjá Manchester. Góð hótelgisting og fín íþróttaaðstaða. Fljótlega eftir komu á staðinn er hópnum skipt upp í æfingahópa og fær hver hópur sinnþjálfara. Flesta daga er æft tvisvar á dag undir leiðsögn þjálfara með FA/UEFA réttindi. Farið er í skoðunarferð á leikvöll í Englandi, yfirleitt Anfield eða Old Trafford. Aukalega er skemmtiferð til Blackpool í tívolí og oft er ferð á knattspyrnuleik.

Íslenskir fararstjórar fylgja hópnum alla ferðina.