Dublin

Írar eru frændur okkar íslendinga – allavega rauðhærða fólksins.
Dublin er mekka þeirra sem hafa gaman af írskri tónlist, það er um að gera að rölta á pöbb og hlusta á lifandi tónlist. Þá er upplagt að fara í skoðunarferð um Guinness Storehouse, eða fyrir áhugafólk um whiskey þá er Jameson Distillery ofarlega á listanum. Sem dæmi um skoðunarferðir og áhugaverða staði má nefna Kilmainham Gaol fangelsið, Ardgillan kastala og viktoríönsku garðana, Dalkey kastala, Dublinia sögusafnið og The National Leprechaun Museum (þar sem Íslendingar án efa kannast við eitthvað af þjóðsögunum).