Edinborg

Edinborg er önnur stærsta borg landsins á eftir Glasgow. Hún var á miðöldum kölluð Aþena norðursins og bæði gamli og nýi bærinn er á heimsminjaskrá UNESCO. Í Edinborg er margt skemmtilegt hægt að gera. Sem dæmi um áhugaverða staði má nefna Edinborgarkastala, dómkirkjuna (St Giles Cathedral), dýflissurnar (Edinburgh Dungeons), Neðanjarðarborgina (Real Mary King’s Close) og Holyroodhouse höllina, svo eitthvað sé nefnt. 

Verslanir eru við Princess stræti og Royal Mile og í gamla bænum er Grassmarket, skemmtilegt svæði sem gaman er að rölta um og þar er mikið um minjagripaverslanir. Fyrir þá sem langar í gönguferð er tilvalið að ganga upp á Arthur’s Seat, toppinn á útdauðu eldfjalli sem jafnframt er hæsta hæðin sem gnæfir yfir borgina. Í Edinborg er líka líflegt næturlíf, úrval veitingastaða, kaffihúsa og bara. Borg sem býður upp á eitthvað fyrir alla!