Glasgow

Glasgow er stærsta borg Skotlands, lifandi og erilsöm og þar má líka finna áhugaverð listagallerí og söfn. Glasgow er ein af bestu áfangastöðum Stóra Bretlands þegar kemur að verslunarferðum og býður jafnframt upp á líflegt næturlíf með úrvali veitingastaða, pöbba og tónlistarviðburða.
Sem dæmi um áhugaverða staði í borginni má nefna dómkirkjuna (Glasgow Cathedral), The Lighthouse, grasagarðana (The Botanical Gardens) og fyrir þá sem langar aðeins út fyrir borgina er upplagt skreppa til Loch Lomond og jafnvel eyða degi í Balloch Castle Country Park.