Helsinki

Helsinki er sennilega sú höfuðborg norðurlandanna sem Íslendingar þekkja hvað minnst. Sem áhugaverða staði má nefna Alto húsið, Seurasaari eyju og útisafnið þar, Uspenskin og Helsinki dómkirkjurnar. Í Helsinki er einnig að finna góða veitingastaði og kaffihús, skemmtilega hönnun og gufuböð, ásamt fallegri náttúru rétt fyrir utan borgarmörkin. Hver veit nema Múmínálfarnir sjáist á ferli einhvers staðar?

Það er tilvalið að fara í dagsferð til Tallinn í Eistlandi með stórri ferju, reyndar skemmtiferðaskipi, en einnig er hægt að halda árshátíðina um borð í skipinu … !
Prufukeyrsla slíkrar ferðar vorið 2019 heppnaðist frábærlega vel.
Bestu meðmæli.