Kennarar – Starfsfólk skóla

ÍT ferðir sérhæfa sig í námsferðum starfsfólks skóla og leikskóla til útlanda með heimsóknum í sambærilega skóla. Við sjáum um skipulag og utanumhald á flugi, gistingu, skoðunarferð og heimsókn(um) í skóla.

Dæmi um spennandi áfangastaði fyrir slíkar ferðir eru:

Helsinki: Finnar eru mjög framarlega í öllu sem lýtur að nýjungum í skólastarfi. Við höfum verið með starfsfólk nokkurra skóla og leikskóla í Helsinki og hafa þær ferðir heppnast mjög vel. Tilvalið er að krydda ferðina með dagsferð til Tallinn í Eistlandi.
Bretland: Borgir eins og Dublin, Edinborg, Glasgow o.fl. eru sívinsælir áfangastaðir, fyrir alls kyns ferðir, þ.á.m. námsferðir kennara. Þá er Derry í N-Írlandi nýr og skemmtilegur áfangastaður.
Toronto í Kanada er nýlegur og mjög spennandi kostur fyrir námsferðir skólastarfsmanna. Þar höfum við verið með starfsfólk Norðlingaskóla í Reykjavík og Síðuskóla á Akureyri.

• Aðrar borgir, önnur lönd í boði!
• Leitið tilboða í námsferð/kennaraferð sem hittir í mark!
• Yfir 20 ára reynsla – góð þjónusta – sanngjarnt verð!

Þið sem eruð að spá í námsferð fyrir starfsmenn 2020 eða 2021, endilega hafið samband við okkur og leitið tilboða!