Kórar – Lúðrasveitir

Hvort sem þú ert í eða með karlakór, kvennakór, blönduðum kór,
kirkjukór, barnakór eða lúðrasveit. 

ÍT ferðir bjóða íslenskum kórum upp á alla ferðaþjónustu, umsjón, skipulag og annað sem þarf til að gera kóraferð góða, gagnlega og skemmtilega. Við komum á fundi með stjórnum kóra og ferðanefndum, til að kynna þjónustu okkar og framboð á kóraferðum. skipuleggjum ferðalög tónlistarhópa og ferðir á kóramót erlendis.

Mikil reynsla, margir möguleikar, góð þjónusta og sanngjarnt verð.

Hafið samband við hopar@itferdir.is eða í síma 588 9900.

Spennandi kostur fyrir kóra! 

Söng- og skemmtiferð til Derry og Dublin

Derry International Choir Festival
Alþjóðlegt kóramót/kórahátíð sem haldið er árlega seinnipartinn í október í Derry á Norður Írlandi.  Hægt er að taka þátt í kóramóti eða koma fram sér og öðrum til skemmtunar á viðburðum tengdum hátíðinni.

Algengt er að íslenskir kórar fari í borgarferð til Dublin að hátíðinni lokinni.

ATH. að bóka þarf snemma í þessa flottu ferð.