Liverpool

Liverpool er skemmtileg borg til að heimsækja. Þar er t.d. hægt að rölta um miðbæinn og niður á The Royal Albert Dock, fara í ferjusiglingu yfir Mersey ána, heimsækja Speke Hall (herragarð frá 15. öld) svo eitthvað sé nefnt. Þá er upplagt að skoða Bítlasýninguna (The Beatles Story), skella sér í Bítlaskoðunarferð (Beatles Magical Mystery Tour) og í Cavern Blub. Fyrir aðdáendur Liverpool FC er gaman að fara í skoðunarferð á Anfield leikvanginn. Í borginni er að sjálfsögðu úrval veitingastaða og klúbba og fyrir þá sem langar að versla er sniðugt að fara í bíltúr út fyrir borgina til Cheshire Oaks Designer Outlet þar sem eru yfir 140 verslanir, veitingastaðir og kaffihús.